Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tónlistarskólinn handhafi Súlunnar 2009
Þriðjudagur 17. nóvember 2009 kl. 08:48

Tónlistarskólinn handhafi Súlunnar 2009


Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er handhafi Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar árið 2009. Þetta var kunngjört síðdegis í gær  í Listasal Duushúsa.
Haraldur Á. Haraldsson, skólastjóri TR, veitti verðlaununum viðtöku.

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar hélt upp á 10 ára afmæli sitt á þessu ári en forverar hans voru tónlistarskólarnir í Keflavík og Njarðvík sem áttu langa og farsæla sögu. Þeir runnu í eitt við sameiningu sveitarfélaganna. Skólinn hefur útskrifað marga afburða nemendur sem hafa látið að sér kveða á tónlistarsviðinu bæði hér heima og erlendis. Nemendur skólans hafa sett svip sinn á menningarlíf bæjarfélagsins og skemmt bæjarbúum við margvíslegar athafnir og skemmtanir í gegnum árin.

Súlan var fyrst veitt árið 1997. Á þessum þrettán árum hafa 27 einstaklingar og fyrirtæki veitt henni viðtöku. Verðlaunagripurinn er hannaður og smíðaður af Elísabetu Ásberg listakonu.
Við sama tækifæri var styrktaraðilum Ljósanætur þökkuð aðstoðin.


VFmynd/elg – Árni Sigfússon, bæjarstjóri, og Björk Guðjónsdóttir, formaður menningarráðs, afhentu Súluna Haraldi Á. Haraldssyni, skólastjóra TR
.




Eftirtaldir aðilar hafa áður hlotið menningarverðlaun Reykjanesbæjar:


1997

Birgir Guðnason (friðun gamalla húsa)
Sigrún Hauksdóttir (aðstoð við myndlistarmenn)
Ragnheiður Skúladóttir (tónl.kennari og undirleikari)
Keflavíkurverktakar (velvild og fjárhagslegur stuðningur)


1998
Guðleifur Sigurjónsson (Byggðasafn og saga Keflavíkur)
Sparisjóðurinn (velvild og fárhagslegur stuðningur)


1999

Rúnar Júlíusson (efling tónlistar og kynning á bænum)
Hitaveitan ( velvild og fjárhagslegur stuðningur)


2000
Kjartan Már Kjartansson ( efling tónlistarlífs og alm. menningarmál)
Kaupfélag Suðurnesja. (velvild og fjárahagslegur)


2001
Karen Sturlaugsson ( efling tónlistarlífs í bænum)
Ný-ung (kaup og uppsetning á útilistaverki)


2002
Upphafshópur Baðstofunnar (efling myndlistarlífs í bænum)
Hótel Keflavík (stuðningur við Ljósanótt)


2003
Karlakór Keflavíkur (efling tónlistarlífs í áratugi)
Íslandsbanki (velvild og fjárhagslegur stuðningur)


2004
Hjördís Árnadóttir (efling menningarlífs, leikfélag og myndlistarfélag)
Geimsteinn (velvild og stuðningur við unga tónlistarmenn)


2005
Faxi (ómetanleg heimild um sögu og menningu í Reykjanesbæ)
Nesprýði (velvild og fjárhagslegur stuðningur)


2006
Grímur Karlsson (framlag til sögu sjávarútvegs á Íslandi)
Flugstöð Leifs Eiríkssonar (velvild og fjárhagslegur stuðningur)


2007

Eiríkur Árni Sigtryggson (framlag til myndlistar og tónlistar)
Víkurfréttir ( kynning á menningarviðburðum)


2008
Kvennakór Suðurnesja (efling tónlistarlífs í bænum)
Leikfélag Keflavíkur (efling leiklistarlífs í bænum)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024