Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Tónlistarmenn breiða yfir Magnús
Miðvikudagur 6. júlí 2011 kl. 09:40

Tónlistarmenn breiða yfir Magnús

Magnús Kjartansson, tónlistarmaður, verður sextugur þann 6. júlí. Af því tilefni hafa fjölskylda hans og vinir efnt til verkefnis honum til heiðurs í samvinnu við tónlistarmenn og vefinn tonlist.is.


„Á komandi vikum munu hinir ýmsu tónlistarmenn taka í fóstur lög úr smiðju Magnúsar og færa í nýjan búning. Meðal flytjenda eru, Dikta, Selma Björns, Lay Low, Lifun, Daníel Ágúst, Helgi Björnsson, Sigga Beinteins og Helga Möller ásamt fleirum. Lögin verða aðgengileg á tonlist.is,“ segir í tilkynningu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024