Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tónlistarhátíðin Rockville á Ljósanótt
Mánudagur 30. ágúst 2010 kl. 15:28

Tónlistarhátíðin Rockville á Ljósanótt

Nú styttist í að tónlistarhátíðin Rockville verði haldin í fimmta skiptið um Ljósanæturhelgina í Reykjanesbæ. Dagskráin í ár er ekki síðri en undanfarin ár. Vegna gríðarlegs áhuga hljómsveita og listamanna til að koma fram ákváðu skipuleggjendur að bæta einu kvöldi við dagskránna.

Rockville Festival er árleg tónlistarhátíð sem var haldin í fyrsta skiptið árið 2005 á skemmtistaðnum Paddy’s í Reykjanesbæ. Nafnið á hátíðinni er fengið að láni frá grjótaþorpinu, „Rockville” sem stóð á Miðnesheiði en þá vildu skipuleggjendur hátíðarinnar að hætt yrði við að rífa þær byggingar sem þar stóðu og þær yrðu nýttar t.d. undir tónlistarþróunarmiðstöð. Þorpið fauk og á heiðinni eru eftir sorglegar götur þorpsins og grunnar húsanna sem þar stóðu. Árið 2005 og árið eftir var hún haldin um Ljósanæturhelgina, fyrstu helgina í september.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dagskráin í ár hefst miðvikudaginn 1. september og lýkur á aðfaranótt sunnudagsins 6. september. Aðgangseyrir verður í lágmarki og ljóst þykir að fjalirnir munu eiga erfitt með að tolla á Paddy’s og því ekki seinna vænna en að fara og tryggja sér miða. Forsala miða á Rockville 2010 er á Paddy’s í Reykjanesbæ og Faktory, Smiðjustíg 6 í Reykjavík.

Dagskránna samanstendur af 25 tónlistaratriðum sem sem spannar alla flóru tónlistar, allt frá því að vera þjóðlegur og drykkfelldur kórsöngur til argasta rokks.

Hægt er að kynna sér alla dagskránna á Facebook-síðu hátíðarinnar.