Tónleikaveisla á Paddy’s
Tónleikaveisla á Paddy’s. Það er óhætt að segja að komandi vika verði lífleg á Paddy´s en þrennir tónleikar verða í vikunni.
Á þriðjudaginn 15/7 mætir snillingurinn Svavar Knútur ásamt Owls of the swamp sem kemur alla leið frá Ástralíu en þeir eru á tónleikaferð um landið sem þeir kalla Ólimpíuleika trúbadora, sögur og söngvar frá ólíkum heimum.
Ef þú hefur gaman af vandaðri tónlist og skemmtilegum sögum þá mætir þú á Paddy´s kl. 21:00 á þriðjudaginn.
Á fimmtudaginn 17/7er svo slegið í rokk-gírinn því að þá mætir ein af efnilegri rokksveitum landsins, NOISE og halda sína síðustu tónleika fyrir Bretlands túrinn sem þeir eru að leggja upp í. Með þeim í för verður hljómsveitin Cliff Claven ásamt Keflavíkur sveitinni KLAUS en þar er á ferðinni ein frumlegasta hljómsveit suðurnesja síðari ár.Tónleikarnir hefjast kl. 22:00 og kostar 500 kr inn.
Á laugardaginn 19/7 er svo komið að útgáfutónleikum TOMMYGUN PREACHER vegna útgáfu disksins Jaw breaker.þetta er einfaldlega flottasta rokkband Suðurnesja og þeir lofa hita svita og alvöru rokki og róli.
Tónleikarnir hefjast kl.21:00. Það er því greinilegt að tónlistarmenn landsins eru ekki farnir í sumarfrí og að einn helsti tónleika bar landsins Paddy´s stendur vaktina fyrir tónleikaþyrsta Suðurnesjamenn.