Tónleikarnir Veðurskipið Líma voru haldnir í Hljómahöll í gær
Veðurskipið Líma og Iceland Airwaves fóru í tónleikaferð um landið. Þau komu við á Bolungarvík, Grenivík, Raufarhöfn, Breiðdalsvík og enduðu hér í Reykjanesbæ, í Hljómahöllinni. Veðurskipið Líma samanstendur af Agent Fresco, Emmsjé Gauta og dj Flugvél og Geimskip. Miðar á Iceland Airwaves voru gefnir einum heppnum tónleikagesti. Samkvæmt gestum voru tónleikarnir mjög skemmtilegir og mikil stemning. Emmsjé Gauti kenndi áhorfendum dans sem reif upp stemninguna. Fámennt var en góðmennt.