Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Tónleikar til styrktar SKB
Föstudagur 24. september 2010 kl. 10:29

Tónleikar til styrktar SKB

Dagana 9. og 10. september sl. voru haldnir tónleikar í Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ til styrktar SKB. Tónleikarnir voru haldnir til minningar um tvo unga pilta sem létust nýlega eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Piltarnir tveir hétu Guðmundur Þór Jóhannsson og Sigfinnur Pálsson en báðir komu þeir úr Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hljómsveitirnar sem komu fram á tónleikunum voru: Of Monsters and Man, Valdimar, Sky Reports, Ástþór Óðinn, Klassart, Lifun, Reason 2 Belive og Hreiður.

Aðstandandi tónleikanna, Ástþór Óðinn Ólafsson, kom á skrifstofu SKB í vikunni og afhenti framkvæmdastjóra félagsins aðgangseyrinn 135.500 krónur. Eru honum færðar hugheilar þakkir fyrir myndarlegan stuðning við krabbameinssjúk börn. Samstarfsaðilum Ástþórs eru einnig færðar innilegar þakkir fyrir góða aðstoð en það voru Grágás, Hljóðkerfi.is og Geimsteinn.

Mynd: Óskar Örn Guðbrandsson framkvæmdastjóri SKB og Ástþór Óðinn Ólafsson.