Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 27. apríl 2004 kl. 11:18

Tónleikar Skagfirsku söngsveitarinnar á Suðurnesjum

Tónleikar Skagfirsku söngsveitarinnar voru á Suðurnesjum í gær í Ytri Njarðvíkurkirkju og verða aftur í Grindavíkurkirkju laugardaginn 1. maí kl. 16:00.

Flutt verður úrval íslenskra sönglaga eftir fjölmarga höfunda, þ.á.m. Pál Ísólfsson, Sigvalda Kaldalóns, Eyþór Stefánsson og Björgvin Guðmundsson að ógleymdum Björgvin Þ. Valdimarssyni sem jafnframt er stjórnandi kórsins.  Þá verða flutt þjóðlög í útsetningu Jóns Ásgeirssonar og Hjálmars H. Ragnarssonar og kafli úr Sköpuninni eftir Joseph Haydn.

Einsöngvarar með kórnum eru:
Kristín R. Sigurðardóttir, sópran.
Ragna S. Bjarnadóttir, sópran.
Magnús Sigurjónsson, tenór.
Baldvin Júlíusson, bassi.

Stjórnandi Skagfirsku söngsveitarinnar er Björgvin Þ. Valdimarsson og undirleikari er Dagný Björgvinsdóttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024