Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Tónleikar Páls Óskars og Moniku í Duushúsum á morgun
Þriðjudagur 8. nóvember 2005 kl. 14:21

Tónleikar Páls Óskars og Moniku í Duushúsum á morgun

Tónleikar Páls Óskars og Moniku Abendroth, sem áttu af fara fram á fimmtudaginn var frestað vegna veikinda, en verða þess í stað á morgun, miðvikudag, í Listsafni Reykjanesbæjar í Duushúsum. Húsið opnar kl. 20.

Þetta eru fyrstu tónleikar vetrarins hjá Tónlistarfélaginu , en þeim Páli Óskari og Moniku til fulltingis verður strengjasveit.

Páll Óskar og Monika hófu samstarf sitt árið 2001 og fyrsta afurð þess samstarfs var geislaplatan “Ef ég sofna ekki í nótt” og tveimur árum síðar sendu þau frá sér jólaplötuna “Ljósin heima”.

Þau hafa flutt tónlist við ýmis tækifæri hérlendis sem erlendis og hlotið lof fyrir glæsilegan og ljúfan flutning. Miðaverð á tónleikana er kr. 1.500. Styrktarfélagar geta nýtt miða sína á tónleikana.

Tónlistarfélag Reykjanesbæjar hvetur alla til að mæta og missa ekki af þessum frábæru tónleikum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024