Tónleikar í Keflavíkurkirkju
Bentína Sigrún Tryggvadóttir mezzo-sopran og Sigríður Ósk Kristjánsdóttir sopran, halda söngtónleika í Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 18. ágúst kl. 20:00. S.l vetur voru þær báðar við söngnám í Royal College of Music í London. Á daskránni verða létt og skemmtileg lög, meðal annars íslensk sönglög, söngleikjalög og dúettar. Meðleikari á tónleikunum er Daði Sverrisson hann hefur lokið einleikarprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík.