Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tónleikar í Grindavíkurkirkju í kvöld
Miðvikudagur 30. september 2009 kl. 17:07

Tónleikar í Grindavíkurkirkju í kvöld

Miðvikudagskvöldið 30. september klukkan 20, heldur Kór Grindavíkurkirkju tónleika í kirkjunni undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar, fráfarandi organista og Kára Allanssonar nýjum organista.

Á dagskránni verður orgelleikur, kórsöngur og einsöngur en sérstakur gestur verður stórsöngvarinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson. Jóhann Friðgeir mun meðal annars syngja Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns og Panis angelicus eftir César Franck.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tilefni tónleikanna er tvíþætt, annars vegar er verið að minnast 100 ára afmælis gömlu Grindavíkurkirkju en einnig verður Tómas Guðni kvaddur og nýr organisti boðinn velkominn.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.