Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Mannlíf

Þriðjudagur 25. nóvember 2003 kl. 08:45

Tónleikar í Duushúsum – klarinett og píanó

Klassískir tónleikar verða í sal Listasafnsins í Duushúsum miðvikudaginn 26. nóv. n.k. kl. 20.00. Þar verða á ferðinni Ármann Helgason sem leikur á klarinett og Miklos Dalmay sem leikur á píanó.  Á efnisskránni eru m.a. tvær af þekktustu sónötum klarinettu- og píanóbókmenntanna, Poulenc sónatan, full af andstæðum, glettni og húmor á móti angurværð, og Brahms sónatan, rómantískt kammerverk þar sem bæði hljóðfærin fá að blómstra. Einnig eru á efnisskránni Ungverskir dansar eftir Leo Weiner, Rúmenskir dansar í litríkum útsetningum Béla Bartóks og íslensk þjóðlög í nýjum búningi Þorkels Sigurbjörnssonar, sérlega skemmtilega útsett enda hafa þau notið fádæma vinsælda. 

Tónleikarnir eru í röð landsbyggðartónleika á vegum Félags íslenskra tónlistarmanna sem styrktir eru af menntamálaráðuneytinu og Reykjanesbæ. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangseyrir er enginn.
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025