Tónleikar í Duushúsum – klarinett og píanó
Klassískir tónleikar verða í sal Listasafnsins í Duushúsum miðvikudaginn 26. nóv. n.k. kl. 20.00. Þar verða á ferðinni Ármann Helgason sem leikur á klarinett og Miklos Dalmay sem leikur á píanó. Á efnisskránni eru m.a. tvær af þekktustu sónötum klarinettu- og píanóbókmenntanna, Poulenc sónatan, full af andstæðum, glettni og húmor á móti angurværð, og Brahms sónatan, rómantískt kammerverk þar sem bæði hljóðfærin fá að blómstra. Einnig eru á efnisskránni Ungverskir dansar eftir Leo Weiner, Rúmenskir dansar í litríkum útsetningum Béla Bartóks og íslensk þjóðlög í nýjum búningi Þorkels Sigurbjörnssonar, sérlega skemmtilega útsett enda hafa þau notið fádæma vinsælda.
Tónleikarnir eru í röð landsbyggðartónleika á vegum Félags íslenskra tónlistarmanna sem styrktir eru af menntamálaráðuneytinu og Reykjanesbæ. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangseyrir er enginn.
Tónleikarnir eru í röð landsbyggðartónleika á vegum Félags íslenskra tónlistarmanna sem styrktir eru af menntamálaráðuneytinu og Reykjanesbæ. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangseyrir er enginn.