Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tónleikar Alexöndru vel sóttir
Föstudagur 27. febrúar 2004 kl. 10:10

Tónleikar Alexöndru vel sóttir

Fjölmenni var á tónleikum Alexöndru Chernyshovu sem fram fóru í listasafni Reykjanesbæjar í DUUS-húsum í gær. Á efnisskrá tónleikanna voru tólf lög, meðal annars eftir Mozart, Bach, Verdi og Rachmaninov. Alexandra flutti einnig rússneska og úkraínska alþýðusöngva, en Alexandra kemur frá Úkraínu.
Áhorfendur voru ánægðir með tónleikana og sögðu nokkrir þeirra að Keflvíkingar hefðu eignast óperusöngkonu á heimsmælikvarða, en í apríl 2002 var Alexandra valin besta nýja óperuröddin í keppninni Nýtt nafn í Úkraínu.

Myndin: Frá tónleikunum í DUUS-húsum í gærkvöldi. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024