Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tónleikar Alexöndru í DUUS-húsum í kvöld
Fimmtudagur 26. febrúar 2004 kl. 16:12

Tónleikar Alexöndru í DUUS-húsum í kvöld

Alexandra Chernyshova sópransöngkona mun halda tónleika í Duushúsum í kvöld klukkan átta. Undirleikari er Gróa Hreinsdóttur og kynnir Kjartan Már Kjartansson.
Á efnissskrá eru m.a. verk eftir Mozart, Bach, Verdi og S. Rachmaninov. Miðaverð er kr. 1.500 og 1.000 fyrir eldri borgara. Aðgöngumiðar eru seldir í Bókabúð Keflavíkur.
Alexandra er fædd í Kiev, Úkraínu árið 1979. Hún lauk píanónámi árið 1993. Þaðan fór hún í söngnám í Tónlistaháskólanum Glier í Kíev, því námi lauk árið 1998. Á árunum 1997 til 2000 hefur Alexöndru verið boðið nokkrum sinnum í Master class námskeið til Hanno Blashke í Munchen, Þýskalandi.
Alexandra hefur tekið þátt í fjölmörgum alþjóðlegum keppnum og hátíðum,og frá árinu 1998 til 2000 söng hún sem einsöngvari með Úkraínsku sinfóníuhljómsveitinni í útvarpi í Kiev. Í apríl 2002 var Alexandra valin besta nýja óperuröddin í keppninni Nýtt nafn í Úkraínu. Síðar það ár tók hún þátt í alþjóðlegri keppni í Grikklandi, Rhodes.

Efnisskrá
1. W. A. Mozart . ALLELUIA  úr mótettunni  “EXSULTATE JUBILATE”
2. J. S. Bach – Ch. Gounod. AVE MARIA.
3. G. Verdi. Arían GILDA úr óperunni “RIGOLETTO”.
4. A.Vlasov, ljóð eftir A.Pushkin.”FONTAINE IN BAHCHISARAY CASTLE”
5. S. Rachmaninov, texti eftir G.Galinoy.”ZDES HOROSHO”.
6. J. S. Bach. Mein glöbiges Herze, kantata nr. 68 fyrir söng, píanó og selló.

Hlé

7. G. Meyerbeer. Cavatine  PAGE URBAIN úr óperunni “LES HUGUENOTS”.
8. G. Gershwin. CLARA´S  LULLABY  úr óperunni  “PORGY AND BESS”.
9. F. Lehár. LEID vom WALDMAGDELEIN úr óperunni “DIE LUSTIGE WITWE”
10. J. Turina, texti eftir R.de Compaomor  CANTARES úr “POEMA EN FORMA DE CONCIONES”
11.       RÚSSNESKUR ALÞÝÐUSÖNGUR. “Ah, chto z ti, moy sizoy golubchik”.
12.    ÚKRAÍNSKUR SÖNGUR. “ Spat meni ne hochetsya”.

Myndin: Frá æfingu Alexöndru og Gróu Hreinsdóttur píanóleikara í DUUS-húsum í dag. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024