Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tölvuskóli Suðurnesja: Helgarnámskeið í stafrænni ljósmyndun
Fimmtudagur 11. október 2007 kl. 16:32

Tölvuskóli Suðurnesja: Helgarnámskeið í stafrænni ljósmyndun

Tölvuskóli Suðurnesja býður upp byrjendanámskeið í stafrænni ljósmyndun helgina 20. og 21. október. Leiðbeinandi verður Ellert Grétarsson, ljósmyndari Víkurfrétta.
Námskeiðið hentar afar vel nýjum eigendum DSLR véla, en slíkar vélar hafa verið að ryðja sér til mjög rúms við síaukinn áhuga almennings á ljósmyndun. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir sem vilja kynnast stafrænni ljósmyndun og læra að taka betri myndir, burtséð frá því hvernig vélar þeir eiga.

Námskeiðið er tvíþætt og skiptist í annars vegar í praktíska ljósmyndum og hins vegar í úrvinnslu ljósmynda í Photoshop. Markmið námskeiðins er að þáttakendur kynnist myndavélinni sinni betur, læri að taka betri myndir og að gera meira úr þeim með réttri úrvinnslu, sem er snar þáttur stafrænnar ljósmyndunar.

Námskeiðið hefst á laugardeginum kl. 10 í húsakynnum Tölvuskóla Suðurnesja. Þar verður fjallað almennt um tæknilega þætti stafrænna myndavéla, helstu stillingar og áhrif þeirra á myndefnið (ljósop, hraði, dýptarskerpa og s.fr.) Þá verður farið í praktískt atriði ljósmyndunar, s.s. myndbyggingu með þriðjungareglunni, val myndefnis og margt fleira. Eftir hádegi verður farið í myndatökuleiðangur (á einkabílum) út í Krísuvík sem er afar fjölbreytt til ljósmyndunar með allri sinni litadýrð á hverasvæðunum. Félagar í Ljósopi munu væntanlega slást með í för og eflaust miðla af þekkingu sinni.

Á sunnudeginum verður farið í úrvinnslu myndanna úr ferðinni frá deginum áður. Nemendur kynnast helstu grundvallaraatriðum í Photoshop og gera æfingar.

Skráning á námskeiðið er hjá Tölvuskóla Suðurnesja í síma 421 4025.

Mynd: Leiðbeinandi á námskeiðinu er Ellert Grétarsson. Ljósm: Helga Garðarsdóttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024