Tólf konur útskrifast af Brautargengi
Tólf Suðurnesjakonur útskrifuðust á föstudaginn af námskeiðinu Brautargengi, sem haldið er vegum Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og SSS. Þessar konur hafa undanfarnar 15 vikur unnið að fjölbreyttum viðskiptahugmyndum sínum á námskeiðinu.
Brautargengi er námskeið í gerð viðskiptaáætlana. Það er opið fyrir allar konur, hvort sem þær eru með hugmyndir sem þær vilja þróa og skoða nánar eða konur sem þegar eru í rekstri.
Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdarstjóri Kaffitárs, flutti erindi við þetta tækifæri þar sem hún kynnti fjölbreytta starfssemi Félags kvenna í atvinnurekstri og sagði frá sinni reynslu í atvinnurekstri.
Síðastliðið haust fagnaði Impra 10 ára afmæli Brautargengis en í heild hafa vel á áttunda hundrað konur útskrifast frá því Brautargengisnámskeiðin hófust.
VFmynd/elg - Útskriftarhópurinn af námskeiðinu Brautargengi.