Tóku þátt í leik og fengu nýbakað brauð
Dagur leikskólans var haldinn í fyrsta skipti 6. febrúar á síðasta ári. Þá var ákveðið var að halda upp á daginn ár hvert og auka þannig jákvæða umræðu um leikskólann og kynna starfið út á við.
Í Hjallastefnuleikskólanum Akri var haldið upp á Dag leikskólans með því að bjóða foreldrum í heimsókn. Foreldrarnir voru með í valkrókum og tóku þátt í leik barnanna, síðan gæddu allir sér á nýbökuðu kryddbrauði.
Með þessari heimsókn gafst foreldrum tækifæri til að eiga notalega stund með barninu í leik og starfi og fá um leið betri innsýn inn í það metnaðarfulla starf sem fer fram í leikskólanum, segir í tilkynningu frá leikskólanum.
Efsta myndin: Anna að leika með mömmu sinni með púðana í leikstofu.
Klara Þorbjörg að leira með mömmu.
Dagur Stefán að gæða sér á kryddbrauði með mömmu, ömmu og afa.
Óðinn með pabba sínum að leika sér með snjó í sullukrók. Tómas Ingi fylgist með íbygginn á svip.
Ísak og mamma hans að móta egg úr leir.