Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 13. ágúst 1999 kl. 12:00

TÖFRAR Í SKÓGINUM

Alls tóku um 80 - 100 manns þátt í skógargöngu Skógræktarfélags Íslands sem farin var þann 29. júlí sl. Gengið var um Sólbrekkur og voru gestir m.a. fræddir um upphaf trjáræktar á Suðurnesjum. Tónlistarmenn léku verk eftir Jón Leifs í skóginum sem vakti mikla hrifningu viðstaddra og líktu sumir við töfrastund. Tónleikarnir voru liður í samstarfsverkefni Skógræktarfélagsins og Félags íslenskra tónlistarmanna en þema skógarganganna í sumar er "Tónlist í skóginum". Skógræktarfélag Suðurnesja hóf gróðursetningu í Sólbrekkum fyrir hartnær 50 árum síðan en félagið var endurvakið árið 1995. Texti og myndir: Dagný Gísladóttir
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024