VÍS
VÍS

Mannlíf

Töfrar ástarinnar í Bíósal Duus Safnahúsa
Alexandra Chernyshova, sópran, Svafa Þórhallsdóttir, mezzósópran, og Gróa Hreinsdóttir, píanóleikari. VF-myndir: Jón Hilmars
Jón Hilmarsson
Jón Hilmarsson skrifar
föstudaginn 16. júlí 2021 kl. 12:00

Töfrar ástarinnar í Bíósal Duus Safnahúsa

– Tónleikagestir voru vel með á nótunum

Tónleikarnir Töfrar ástarinnar fóru fram fyrir fullu húsi gesta fimmtudagskvöldið 8. júlí í Bíósal Duus Safnahúsa.

Á efnisskrá voru þekktar aríur og lög frá Norðurlöndunum sem Alexandra Chernyshova, sópran, og Svafa Þórhallsdóttir, mezzósópran, sungu listavel við undirleik Gróu Hreinsdóttur á píanói.

Tónleikagestir voru vel með á nótunum og tóku hverju lagi fagnandi. Sígríður Jóhannsdóttir, fyrrverandi þingmaður og kennari, sagði m.a.: „Þessir tónleikar voru í einu orði sagt alveg stórkostlegir og þessar þrjár listakonur fórum mikinn og held ég að enginn hafi verið ósnortinn  undir þessum söng.“

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

VF jól 25
VF jól 25