Töfrandi sumartónleikar í DUUS
Töfrandi sumartónar verða haldnir í Bíósal Duus fimmtudaginn 14. Júlí kl 20. Tónlistarfólk, sem er með tengsl við Suðurnesin með einum eða öðrum hætti, munu stíga á svið og endurtaka þannig leikinn frá því í fyrra en þeir tónleikar vöktu mikla gleði meðal Suðurnesjabúa. Þekktar aríur, dúettar og ástarljóð munu vera á efnisskrá og er hún því mjög fjölbreytt og ættu allir að heyra eitthvað við sitt hæfi. Þá munu söngkonurnar Alexandra Chernichova og Svafa Þórhallsdóttir ásamt píanóleikaranum Gróu Hreinsdóttur lofa ánægjulegu kvöldi með dásamlegri tónlist.
Þær stöllur munu einnig koma fram hjá Félagi eldriborgara á Nesvöllum þriðjudaginn 12. Júlí
kl 14.
Þá munu söngkonurnar Alexandra Chernichova og Svafa Þórhallsdóttir ásamt píanóleikaranum Gróu Hreinsdóttur lofa ánægjulegu kvöldi með dásamlegri tónlist.