Tíunda risablótið í Garði - Fleiri myndir!
Þorrablót Suðurnesjamanna var haldið í tíunda sinn í Garðinum um liðna helgi. Þorrablótið er samstarfsverkefni Björgunarsveitarinnar Ægis og Knattspyrnufélagsins Víðis. Blótið hefur aldrei verið stærra en í ár og var húsfyllir. Fjölbreytt skemmtun var í boði og veisluborðin troðin af þorramat sem Axel Jónsson og hans fólk í Skólamat sá um.
Ljósmyndari Víkurfrétta smellti af þessum myndum og rúmlega 200 öðrum sem sjá má á vef Víkurfrétta, vf.is.
Ásmundur Friðriksson er upphafsmaður af þorrablóti Suðurnesjamanna í Garði og leiddi saman Víði og Ægi í verkefnið fyrir 10 árum. Axel Jónsson og Skólamatur hafa svo séð um þorramatinn öll þessi ár. Þeim voru færðar þakkir á blótinu um síðustu helgi en Axel tilkynnti að hann muni ekki leggja í súr framar og ætlar að snúa sér alfarið að skólamatnum. Ásmundur ætlar hin vegar að halda áfram að borða þorramat eins og enginn sé morgundagurinn. Hér eru Ási og Axel með henni Gullý, Guðlaugu Sigurðardóttur, framkvæmdastýru þorrablótsins.