Tinder er fínasta klósettapp
Magnús Einþór Áskelsson, þroskaþjálfi hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Magnús Einþór Áskelsson er þroskaþjálfi hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Tilvera hans er þó ekki afmörkuð við starfið heldur hefur hann einnig gaman af íþróttum, ferðalögum innan- og utanlands, að njóta samverustunda með fjölskyldunni sinni og matargerð svo nokkuð sé nefnt. Hann deilir hér fimm uppáhalds snjallforritum sínum með lesendum Víkurfrétta.
Messenger – Góð leið til að eiga samskipti við alla nær og fjær.
Tinder – Fínasta klósettapp. Nota það bara á klósettinu.
Spotify – Tónlistarveita sem ég nota alls staðar. Hvort sem ég er heima, úti að hjóla eða í vinnunni.
Score Hero – Fótboltaleikur sem sonurinn náði í en ég ánetjaðist. Hann virkar þannig að þú býrð til þinn leikmann og spilar með alls konar liðum í Evrópu. Leikurinn gengur út á að skora mörk með alls konar samleik og klárar tímabil. Ég held það séu 21 timabil og er búinn sjálfur með 18.
Twitter – Skemmtilegasti samfélagsmiðillinn @maggitoka