„Tíminn tvinnaður“ á Listasafni Reykjanesbæjar
Sýningin Tíminn tvinnaður verður opnuð á Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum á föstudaginn kl. 18.
Þar er á ferðinni alþjóðlegi listhópurinn Distill en í honum eru listamennirnir Amy Barillaro, Ann Chuchvara, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Jaeha Yoo, Julie Poitras Santos, Patricia Tinajero Baker, Tsehai Johnson. Þessir sjö nútímalistamenn eru búsettir í borgum víða um heim og list þeirra spannar sviðið frá tvívíðum hlutum í skúlptúra og innsetningar.
Verkin eru unnin úr margvíslegum efnivið og jafnvel má sjá þarna verk unnin úr ýmsum endurnýjanlegum efnum. Hér er eitthvað alveg nýtt á ferðinni og ólíkt öllu því sem áður hefur verið sýnt á safninu.
Í sýningarskrá segir listfræðingurinn Cecilia Foote: „Á sýningunni Tíminn tvinnaður má sjá margbrotnar bollaleggingar á hugtökunum tími og endurtekning. Þó að myndlistarmennirnir vinni á þessum málefnum fyrirbærafræðanna er útkoman samansafn þess besta úr mörgum fræðum og fullt að andagift.” Sýningin stendur til 20. ágúst og er opin alla daga frá kl. 13.00-17.30.
Þar er á ferðinni alþjóðlegi listhópurinn Distill en í honum eru listamennirnir Amy Barillaro, Ann Chuchvara, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Jaeha Yoo, Julie Poitras Santos, Patricia Tinajero Baker, Tsehai Johnson. Þessir sjö nútímalistamenn eru búsettir í borgum víða um heim og list þeirra spannar sviðið frá tvívíðum hlutum í skúlptúra og innsetningar.
Verkin eru unnin úr margvíslegum efnivið og jafnvel má sjá þarna verk unnin úr ýmsum endurnýjanlegum efnum. Hér er eitthvað alveg nýtt á ferðinni og ólíkt öllu því sem áður hefur verið sýnt á safninu.
Í sýningarskrá segir listfræðingurinn Cecilia Foote: „Á sýningunni Tíminn tvinnaður má sjá margbrotnar bollaleggingar á hugtökunum tími og endurtekning. Þó að myndlistarmennirnir vinni á þessum málefnum fyrirbærafræðanna er útkoman samansafn þess besta úr mörgum fræðum og fullt að andagift.” Sýningin stendur til 20. ágúst og er opin alla daga frá kl. 13.00-17.30.