Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Föstudagur 20. desember 2002 kl. 11:25

Tími litlu jólanna

Í dag eru haldin litlu jól í Grunnskólum Reykjanesbæjar og víðar um landið og mæta börnin í sínu fínasta pússi til gleðinnar. Víkurfréttir litu við í Myllubakkaskóla, en í kennslustofum var skipst á jólapökkum og sagðar jólasögur. Nemendur héldu síðan á sal skólans þar sem gengið var í kringum jólatréð og jólalög sungin. Eftir að hafa gengið í kringum jólatréð var nemendum síðan boðið í mat þar sem hangikjöt var á boðstólum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024