Tímarit Víkurfrétta komið út!
Tímarit Víkurfrétta kom út í dag troðfullt af góðu lesefni til að njóta yfir páskana. Meðal efnis má nefna ítarlega umfjöllun um Fegurðarsamkeppni Suðurnesja sem haldin var um síðustu helgi.Í TVF er birt átakanleg lífsreynslusaga Árnýjar Hildar Árnadóttur sem fjórum sinnum hefur reynt að fremja sjálfsvíg. „Mér er ekki ætlað að deyja strax“, segir hún í einlægu viðtali. Jörundur Guðmundsson segir frá ævintýrum í karabíska hafinu. Tekið er hús á okkar manni hjá Íslenskri erfðagreiningu, nuddara fræga fólksins í Kaliforníu, Atla Ingólfssyni á Ítalíu og fleirum. Mannlífsviðburðirnir í blaðinu eru nær óendanlegir. Þar má nefna árshátíðir eins og hjá Fríhöfninni, fermingarafmæli, afmæli aldarinnar í Stapa, Sjávarperluhóf og margt fleira. Einnig förum við utan með Suðurnesjafólki til Prag og skellum okkur á skíði með hressu fólki.
Rúsínan í pylsuendanum er síðan opinberun á því hverjar eru tíu álitlegustu piparmeyjar Suðurnesja.
Rúsínan í pylsuendanum er síðan opinberun á því hverjar eru tíu álitlegustu piparmeyjar Suðurnesja.