Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tilda Swinton í hvalaskoðunarferð frá Keflavík
Helga með leikkonunni frægu og fjölskyldu um borð í Moby Dick. mynd:Ruediger Glatz / IMAGEAGENCY.com"
Fimmtudagur 4. júlí 2013 kl. 13:20

Tilda Swinton í hvalaskoðunarferð frá Keflavík

Sá hvali og fjölbreytt fuglalíf í ferð með Moby Dick sem er byrjaður aftur í hvalaskoðunarferðum.

Moby Dick er byrjaður að sigla aftur í hvalaskoðun frá Keflavíkurhöfn. Í einni af fyrstu ferðunum fór hin heimsfræga leikkona, Tilda Swinton ásamt eiginmanni, Sandro Kobb og börnum í siglingu með Moby Dick og áhöfn og voru þau mjög ánægð með ferðina.  Þau voru hér vegna tónlistarhátíðarinnar „All tomorrow´s parties“.

Var Tilda sérlega ánægð með hve fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu fyrir utan hversu frábært var að sjá hvalina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nýtt félag var stofnað á dögunum, Hvalaskoðun Keflavíkur eða Airport Whale Watching sem gerir út bátinn Moby Dick en hann er í eigu Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur. Fyrirtækið er í eigu nokkurra aðila í ferðaþjónustu í Keflavík og Garði. Helga Ingimundardóttir, er framkvæmdastjóri og segir að nú sé allt byrja. Hvalirnir eru enn út í Garðsjó, en minna er af höfrungi en oft áður.  Mikið líf er þó á hvalaskoðunarsvæðinu og segja þeir sem þekkja vel til að langt sé síðan að hafi sést svo mikill svartfugl (langvíka, álka, lundi o.fl.) sem er vísbending á mikið æti í sjónum.

Hægt er að skoða meira um hvalaskoðunina á www.dolphin.is eða bara kíkja í heimsókn niður á bryggju í Keflavíkurhöfn og fá upplýsingar í gamla Skipaafgreiðsluhúsinu sem var áður kaffistofa fyrir starfsmenn þess fyrirtækis.