Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þúsundþjalasmiður smíðaði fjölbúnaðartæki í Grindavík
Mánudagur 12. mars 2012 kl. 09:14

Þúsundþjalasmiður smíðaði fjölbúnaðartæki í Grindavík

Einn var sá gripur sem vakti mikla athygli gesta á árshátíð Hópsskóla í Grindavík á dögunum. Það var svokallað fjölbúnaðartæki og kemur fyrir í ævintýrinu um Kugg eftir Sigrúnu Eldjárn. Í lýsingu kemur fram að það á meðal annars að geta týnt egg, mjólkað, slegið túnin, elda átti á því, baka og síðan en ekki síst að geta skrifað greinar í Landbúnaðarblaðið!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eitt er að teikna mynd af slíku tæki í bók eins og Sigrún Eldjárn gerði í bókinni sinn og annað að smíða það. Því var leitað til Jóns Gíslasonar vélstjóra sem vinnur á verkstæði Þorbjarnar í Grindavík hvort hann gæti ekki smíðað eins og eitt fjölbúnaðartæki.

Hann hélt það. Tók gamlan verkfærakassa og bætti á það hlutum sem tilheyrðu fjölbúnaðartækinu. „Það átti að henda gamalli verkfærakistu en við hirtum hann á verkstæðinu til að nýta hjólin. Þegar leitað var til mín passaði hann einhvern veginn inn í sviðsmyndina, sem var síðan notað", sagði Jón við heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Ef grannt var skoðað mátti sjá tvö tóbakshorn, stál, kaffikönnu og pott, ásamt ýmsum rörum og leiðslum.

Gaman að þessu og ómetanlegt fyrir skólann að geta leitað til manna sem vinna slík verk fyrir skólann fyrir ánægjuna eina saman.

www.grindavik.is