Þúsundir í Árgangagöngu og mikil stemmning á Ljósanótt 2013
Þúsundir tóku þátt í Árgangagöngu Ljósanætur 2013 þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki verið í sínu besta skapi.
Árgangagangan er einn skemmtilegasti viðburðurinn á Ljósanótt og þeim fjölgar á hverju ári sem koma til að taka þátt í henni. Í göngunni sameinast yngri og eldri og ganga frá Hafnargötunni efst þar sem þeir yngstu byrja, alveg niður að hátíðarsvæðinu neðst á Hafnargötunni, við Baggalág.
Stemmningin var frábært og ræða Böðvars Jónssonar, forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var góð. Þeir sem eru fæddir árið 1963 voru afmælisárangurinn núna og fögnuðu fimmtugsafmæli sínu á þessari Ljósanótt.
Þúsundir gesta sóttu síðan viðburði víða um bæinn í dag. Verslunareigendur sem VF hefur talað við eru í skýjunum og segja viðskiptin hafa verið frábær og líklega aldrei verið meiri en núna. Víða eru mjög góð tilboð í gangi og það kann fólk að meta og hefur nýtt sér það til hins ítrasta.
Vonast er að vonda veðrið gangi hraðar yfir í kvöld þegar hátíðardagskráin heldur áfram við stóra sviðið.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag og má sjá fleiri í ljósmyndasafninu frá því í dag. Fleiri myndir eru væntanlegar hér inn á vf.is.
-
-
-
-
-