Þúsundir fögnuðu sumri á Ásbrú
Það er komin hefð á það að sumardeginum fyrsta sé fagnað með stæl á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þar er boðið upp á skemmtun í anda karnival-skemmtana sem haldnar voru hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Vel á annan tug þúsunda gesta sóttu hátíðina í ár en skemmtidagskrá var í Atlantic Studios, auk þess sem boðið var upp á dagskrá í Keili, Sporthúsinu og í frumkvöðlasetrinu í Eldey.
Myndir í meðfylgjandi myndasafni voru teknar á karnivalinu.