Þurfum að læra af því sem miður fór
Kjartan Þór Eiríksson. framkvæmdastjóri Kadeco:
Í heildina hefur þetta verið mjög viðburðaríkt og merkilegt ár. Fjölmargir stórir áfangar hafa náðst hjá Kadeco í samstarfi við alla þá öflugu og framsæknu aðila sem lagt hafa sitt af mörkum til uppbyggingar hér á svæðinu. Þá hef ég einnig notið góðra stunda með fjölskyldu minni þó vinnan hafi átt stóran hluta af mínum tíma.
Að sjálfsögðu búum við nú við nokkuð breyttar aðstæður frá því sem gerðum í byrjun árs. Við þurfum að skoða málin og læra einnig af því sem miður fór. Ég tel þó að samfélagið hér verði fljótt að rétta úr kútnum og að þau tækifæri sem við horfðum fram á hafi ekki farið frá okkur. Því þurfum við að huga að því að halda áfram að byggja upp og nýta þau tækifæri sem til staðar eru af fullum krafti á nýju ári