Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

„Þú svindlar og notar hjól“
Keith með krossinn við Hafnargötuna í Reykjanesbæ.
Miðvikudagur 1. apríl 2015 kl. 11:41

„Þú svindlar og notar hjól“

Pílagrími frá Oklahoma í heimsókn í Reykjanesbæ

„Víða er fólk með krossa, bæði sem skart, húðflúr og fleira en þegar fólk sér stóran kross þá tengir það frekar við Jesús. Ég er pílagrími og elska að hitta fólk um allan heim sem ég hef hitt á undanförnum 30 árum. Ég er kominn hingað í annað sinn, það er dásamlegt. Fólkið er ekki bara fallegt á að horfa, heldur líka í framkomu og fasi. Ég er kominn með vorið og hitann beint frá Panama,“ segir bandaríski pílagríminn Keith Wheeler. Hann er kominn hingað til lands í annað sinn og heldur á föstudaginn langa upp á að 30 ár eru liðin síðan hann byrjaði á ferðalagi sínu með krossinn. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

42 kílóa kross á hjólum

Krossinn sem Keith ber er 42 kg og hann segir að hann sé gjarnan spurður að því hvort hann sé ekki þungur. „Þá svara ég að hann sé nógu þungur til að minna mig á fórnir Jesú Krists en hann er samt nógu léttur til að vera ekki of mikil byrði. Algengasta gagnrýni af fjölmörgum sem ég fæ er að krossinn sé á hjólum og að ég sé að svindla. Þá segi ég að ég heiti Keith en ekki Jesús. Sama fólk er jafnvel með skart með krossi um hálsinn. Ég byrjaði án hjóls en missti 2 og hálfan sentimetra af viðnum eftir hverja tvo kílómetra og hef prófað annars konar hjól. Svo heitir ég Wheeler, sem sýnir að Guð er húmoristi,“ segir Keith og hlær.  

Hann byrjaði krossgöngu sína 24 ára í heimabæ sínum í Oklahoma í Bandaríkjunum fyrir 30 árum og ætlaði bara að labba um þar. „Ég og vinur minn skiptumst á að labba tæpa tvo kílómetra í einu og bera krossinn en enduðum á að labba samtals yfri 50 km. Seinna sama ár fannst mér guð vilja að ég tæki krossinn með mér til Suður Afríku. Síðan hef ég farið víða um heiminn.“

Næstum étinn af ljónum og krókódílum

Keith segir aðalástæðu þess að hann geri þetta vera að hann trúi því að guð hafi sagt sér að gera þetta. „Kannski hef ég rangt fyrir mér. Ég tel mig a.m.k. vera á lífi eftir 30 ár vegna hans. Bílum hefur verið ekið yfir mig, ég hef verið barinn nánast til óbóta tvisvar, hef verið stillt upp fyrir framan skotsveit og skotið á mig, eltur af villtum dýrum eins og fílum, nashyrningum, næstum étinn af ljónum og krókódílum, bitinn af eiturslöngu og fangelsaður. Jafnframt hef ég dvalið á fallegustu stöðum í heiminum, með forsetum, forsætisráðherrum, konungum, einræðisherrum, höfðingjum annarra trúarhefða og sofið undir brúm. Þetta er köllun mín. Allir sem hafa þekkt mig frá því að ég byrjaði á þessu eru hissa á því að ég skuli enn vera á lífi. Ég var nánast alls staðar boðinn velkominn. Í þau þrjú skipti sem ég hef verið grýttur hafa það verið kristnir hópar. Ég hef alls staðar verið velkominn meðal annarra trúarhópa. 

Þegar Keith kom hingað til lands árið 2000 gekk til hans blaðamaður og spurði hann hvort hann væri hér vegna 1000 ára afmælis kristnitökunnar á Íslandi. „Ég vissi ekkert um að verið væri að fagna því. Ég hitti á þeim tíma Kristin Ásgrímsson, forstöðumann Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík og hann bauð mér að koma hingað um páskana. Það er mikill heiður og forréttindi. Ég mun tala í nokkrum kirkjum og fer heim 9. apríl aftur. 

Hér er Facebook síða Keith.