Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þruman í loftið
Mynd úr safni.
Fimmtudagur 7. mars 2013 kl. 09:31

Þruman í loftið

á tíðni 103,4.

Á morgun fer Útvarpsstöðin Þruman í loftið á Suðurnesjum. Stöðin er samstarfsverkefni nokkurra aðila hér á Suðurnesjum. Nokkrir vel valdir einstaklingar komu saman á dögunum og mynduðu hóp með hugmynd um gera útvarpstöð á svæðinu.

Markmið stöðvarinnar er að vera góður valkostur fyrir hlustendur og auglýsendur á Suðurnesjum og bjóða upp á fjölbreytt og gott efni.  Mikið af góðu fólki hefur lagt krafta sína í stöðina og má nefna Völu Grand sem verður með útvarpsþátt tvisvar í viku. Brynjar H útvarpsmaður af útrás á árunum 88-89 verður einnig með þátt en fleiri þættir verða kynntir til leiks á næstunni. Tíðni stöðvarinnar er 103,4.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024