Þrjú fyrstu myndasöfnin frá þorrablótinu í Garði
– Sjáið gestina á þorrablótinu í Garði
Þrjú fyrstu myndasöfnin frá þorrablóti Suðurnesjamanna í Garði, sem haldið er af Björgunarsveitinni Ægi og Knattspyrnufélaginu Víði, eru komin á vef Víkurfrétta. Þorrablótið fór fram í gær en á sjöunda hundrað manns gæddu sér á þorramat frá Axel Jónssyni í Skólamat og nutu skemmtunar langt fram á nótt.
Ljósmyndari Víkurfrétta var á staðnum og smellti meðfylgjandi myndum sem má sjá í myndasöfnunum hér að neðan. Vakin er athygli á því að hægt er að deila stökum myndum á fésbókina. Þá má líka segja frá því að fleiri myndir frá þorrablótinu eru væntanlegar á morgun.
MYNDASAFN - Þorrablót í Garði 2016 #1
MYNDASAFN - Þorrablót í Garði 2016 #2
MYNDASAFN - Þorrablót í Garði 2016 #3