Þrjú atriði áfram frá Suðurnesjum í Ísland Got Talent
Suðurnesjafólk hélt áfram góðu gengi sínu í sjónvarpsþættinum Ísland Got Talent nú um helgina. Meðal atriða sem komust áfram í undanúrslit hæfileikakeppninnar var hópurinn SPINKICK sem er hópur taekwondo iðkenda frá Suðurnesjunum. Þær Jóhanna Ruth Luna Jose söngkona og Sigga Ey rappari frá Reykjanesbæ fóru einnig áfram með glæsibrag.
Þau munu öll mun mæta í beina útsendingu þann 13. mars n.k. og mun símakosning ákvarða hvaða atriði komast áfram í úrslitaþáttinn.