Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Þrjár stúlkur af Suðurnesjum í fyrirsætukeppni Samúels
Þriðjudagur 16. nóvember 2010 kl. 16:22

Þrjár stúlkur af Suðurnesjum í fyrirsætukeppni Samúels

Þrjár stúlkur af Suðurnesjum eru á meðal tíu þátttakenda í Samkeppni Samúels 2010 sem fram fer á Broadway næstkomandi föstudagskvöld 19. nóv.  Er hér um fyrirsætukeppni að ræða og eru verðlaunin að andvirði samtals um tvær milljónir króna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keppendur hafa verið kynntir á vefsíðunum Samuel.is og Pressan.is. Nú stendur yfir netkosning, en dómnefnd skipuð tískuljósmyndurum og fyrirsætum úr fjórum heimsálfum er einnig að störfum og hafa niðurstöður netkosningarinnar ákveðið vægi í afstöðu dómnefndar. Formaður nefndarinnar, Berglind Ólafsdóttir fyrirsæta í Kaliforníu í 17 ár, er eini Íslendingurinn í dómnefndinni.

Suðurnesjastúlkurnar þrjár heitia Emma Lovísa Eðvarðsdóttir Fjeldsted, Jórunn Steinsson og Móeiður Sif Skúladóttir. Haffi Haff æfir innkomu stúlknanna á svið á Broadway, en þær koma þrisvar fram á úrslitakvöldinu.

Verðlaunin sem stúlkan í fyrsta sæti hlýtur eru afnot af iQ frá Toyota í heilt ár með vikulegum þrifum á verðlauabílnum í Löðri, módelmyndataka erlendis og svo það sem verður að teljast nýstárlegt; stúlkan sem sigrar fær að eiga krýningarstólinn. Hann ber nafnið Regína, er ítölsk hágæðahönnun úr smiðju hins margverðlaunaða Paolo Rizzatto og fæst í CASA fyrir hálfa milljón króna.

Allt um keppnina hér: http://www.samuel.is/piurnar/2010/10/08/allt-um-samkeppnina/
Til að kjósa: http://www.samuel.is/kosning/1

Mynd efst: Jórunn Steinsdóttir situr hér í krýningarstólnum frá CASA sem verður eign sigurvegarans. Ljósm. ÞJM.

Móeiður Sif eins og hún birtist lesendum Samúels. Ljósm. Arnaldur.

Emma Lovísa við iQ bifreiðina sem sigurvegarinn fær til afnota í heilt ár. Ljósm.: Gústi