Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þrír Suðurnesjaskólar efstir - Holtaskóli sigraði
Holtaskóli sigraði í undanriðli á Reykjanesinu í gær.
Föstudagur 4. mars 2016 kl. 12:14

Þrír Suðurnesjaskólar efstir - Holtaskóli sigraði

Myndasafn frá Skólahreysti

Stemningin var rafmögnuð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í gær þegar fram fór undankeppni í Skólahreysti. Riðillinn á Reykjanesi og Hafnarfirði hefur löngum verið talinn sá sterkasti á landinu enda oftar en ekki hafa tvö lið komist í úrslitin og oftar en ekki unnið þar til verðlaun. Í gær fór það svo að Holtaskóli sigraði, Stóru Vogaskóli hafnaði í öðru sæti og Njarðvíkurskóli varð í þriðja sæti.

Þetta er í sjötta skipti sem Holtaskóli hefir komist í í úrslit en þar af hefur skólinn sigrað fjórum sinnum og hafnað einu sinni í öðru sæti. Keppnin var hörð en lið Holtaskóla sem sigraði var með 77 stig. Lið Stóru-Vogaskóla varð í öðru sæti með 68 stig og lið Njarðvíkurskóla í þriðja sæti með 65 stig. Áhorfendamet voru slegin og mikil spenna og gleði einkenndi daginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Myndasafn frá Skólahreysti hér.

Stóru Vogaskóli hafnaði í öðru sæti og gæti farið áfram í úrslit.

Njarðvíkingar höfnuðu í þriðja sæti.