Thriller í Heiðarskóla í kvöld
Söngleikurinn Thriller var sýndur á árshátíð Heiðarskóla sl. föstudag en að honum koma nemendur úr 8.-10. bekk, sem syngja, leika, dansa og ekki má gleyma krökkunum bakvið sviðið. Æfingar stóðu yfir í um tvo mánuði og lögðu nemendur greinilega hart að sér til að gera sýninguna sem flottasta.
Leikritið gerist á skemmtistaðnum Ert’í fíling og er byggt á handriti eftir Gunnar Helgason, en söngleikurinn var einnig settur á svið í Verslunarskóla Íslands fyrir nokkrum árum við frábærar viðtökur. Notast er við lög Michael Jackson og eru þau þýdd á íslensku og sungin af mikli innlifun nemenda. Verkið fjallar um hóp ungmenna sem sækja skemmtistaðinn og lenda í ýmsum skemmtilegum aðstæðum. Þau hafa mismunandi skoðanir á hlutum sem mikið er rætt um í daglegu lífi s.s. fíkniefnum, samböndum, kynlífi og siðferði svo eitthvað sé nefnt. Leikritið var frábær afþreying og augljóst er að í leikhópnum leyndust miklir hæfileikar í söngi, dansi og leik. Heiðarskóli hefur undanfarin ár sett á svið ýmis verk sem öll tengjast forvörnum á einhvern hátt og er þessi sýning sú stærsta sem ráðist hefur verið í frá upphafi. Leikstjórar eru kennarar við skólann, þær María Óladóttir og Guðný Kristjánsdóttir.
Næsta sýning á Thriller er í kvöld kl. 19.30 og stendur sýningin í um rúman klukkutíma. Miðaverð er 500 kr.
VBP
Leikritið gerist á skemmtistaðnum Ert’í fíling og er byggt á handriti eftir Gunnar Helgason, en söngleikurinn var einnig settur á svið í Verslunarskóla Íslands fyrir nokkrum árum við frábærar viðtökur. Notast er við lög Michael Jackson og eru þau þýdd á íslensku og sungin af mikli innlifun nemenda. Verkið fjallar um hóp ungmenna sem sækja skemmtistaðinn og lenda í ýmsum skemmtilegum aðstæðum. Þau hafa mismunandi skoðanir á hlutum sem mikið er rætt um í daglegu lífi s.s. fíkniefnum, samböndum, kynlífi og siðferði svo eitthvað sé nefnt. Leikritið var frábær afþreying og augljóst er að í leikhópnum leyndust miklir hæfileikar í söngi, dansi og leik. Heiðarskóli hefur undanfarin ár sett á svið ýmis verk sem öll tengjast forvörnum á einhvern hátt og er þessi sýning sú stærsta sem ráðist hefur verið í frá upphafi. Leikstjórar eru kennarar við skólann, þær María Óladóttir og Guðný Kristjánsdóttir.
Næsta sýning á Thriller er í kvöld kl. 19.30 og stendur sýningin í um rúman klukkutíma. Miðaverð er 500 kr.
VBP