Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Thriller í Heiðarskóla
Mánudagur 3. apríl 2006 kl. 14:13

Thriller í Heiðarskóla

Nemendur úr 8. - 10. bekk í Heiðarskóla hafa verið við stífar æfingar á söngleiknum Thriller undanfarinn mánuð. Leikverkið er eftir Gunnar Helgason, og er byggt á lögum Michaels Jackson. Krakkarnir frumsýndu verkið sl. föstudag á árshátíð Heiðarskóla, en verða einnig með tvær sýningar fyrir alla þá sem hafa áhuga. Foreldrar, aðstandendur og aðrir áhugsamir eru hjartanlega velkomnir.

1. sýning er í kvöld, mánudaginn 3. apríl kl. 19:30 á sal skólans
2. sýning er á fimmtudaginn, þann 6. apríl kl. 19:30 á sal skólans.

Miðaverð er kr. 500 og hefst miðasala kl. 19.

Söngleikurinn er ekki talinn við hæfi barna yngri en 12 ára.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024