Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þrettándagleði við Hafnargötu síðdegis
Frá þrettándagleði í fyrra.
Föstudagur 6. janúar 2017 kl. 15:00

Þrettándagleði við Hafnargötu síðdegis

Þrettándagleði verður haldin í Reykjanesbæ næsta föstudag, 6. janúar. Áður en dagskráin hefst, frá klukkan 17 til 18, verður boðið upp á spennandi luktarsmiðju í Myllubakkaskóla. Fólk er beðið um að koma með krukku með sér að heiman sem hægt verður að breyta í fallega lukt til að taka með sér í blysförina frá Myllubakkaskóla að hátíðarsvæði á Hafnargötu. Allt efni og ljós, fyrir utan krukkuna sjálfa, fæst á staðnum. Verð fyrir efni er 300 krónur og greiðist með peningum á staðnum. Gegnið er inn um inngang við Suðurtún og allir velkomnir.

Klukkan 18:00 verður gengið í fylgd álfakóngs og drottningar, álfa, púka og „luktarbarna“ frá Myllubakkaskóla að hátíðarsvæði við Hafnargötu 8. Þar tekur Grýla gamla ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum á móti hersingunni og álfakóngur og -drottning ásamt álfakór hefja upp raust sína og syngja þrettándasönga. Grýla tekur svo lagið með börnunum og púkar og alls kyns kynjaverur verða á sveimi á svæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þrettándabrennan verður á sínum staða, Bakkalág, og gestir geta yljað sér á heitu kakói og piparkökum. Björgunarsveitin Suðurnes býður upp á flugeldasýningu. Karlakór Keflavíkur, Kvennakór Suðurnesja, Leikfélag Keflavíkur, Skátafélagið Heiðabúar, Júdódeild UMFN, Björgunarsveitin Suðurnes og Jólahljómsveit og Trommusveit Tónlistarskólans taka þátt í dagskránni.