Þrettándagleði í Vogunum
 Þrettándagleði verður í Vogum þriðjudaginn 6. janúar 2009. Kyndlaganga verður frá félagsmiðstöðinni við Hafnargötu sem hefst kl. 18:00. Gengið verður að brennustæði neðan við Stóru-Vogaskóla þar sem kveikt verður á bálkesti og sungið og trallað. Við brennuna verður flugeldasýning á vegum Björgunarsveitarinnar Skyggnis og að henni lokinni verður haldið í Tjarnarsalinn þar sem foreldrafélag 7. bekkinga verða með kaffisölu.
Þrettándagleði verður í Vogum þriðjudaginn 6. janúar 2009. Kyndlaganga verður frá félagsmiðstöðinni við Hafnargötu sem hefst kl. 18:00. Gengið verður að brennustæði neðan við Stóru-Vogaskóla þar sem kveikt verður á bálkesti og sungið og trallað. Við brennuna verður flugeldasýning á vegum Björgunarsveitarinnar Skyggnis og að henni lokinni verður haldið í Tjarnarsalinn þar sem foreldrafélag 7. bekkinga verða með kaffisölu.
 
Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir yngri börnin í félagsmiðstöðinni milli kl. 17:00 og 18:00. Þá verða veitt verðlaun fyrir þrjá skemmtilega búninga.
 
Rétt er að vekja athygli á því að flugeldamarkaður björgunarsveitarinnar Skyggnis verður opinn á þrettándanum frá kl. 13:00 til 17:00.
 
Þrettándagleðin er samstarfsverkefni Björgunarsveitarinnar Skyggnis,  Lionsklúbbsins Keilis, Kvenfélagsins Fjólunnar, Ungmennafélagsins Þróttar og Sveitarfélagsins Voga.
Sjá nánar hér!


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				