Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þrettándagleði í Vogum
Föstudagur 5. janúar 2007 kl. 17:21

Þrettándagleði í Vogum

Þrettándagleði verður haldin í Vogum á morgun kl. 16.30 þar sem álfar, tröll og aðrar kynjaverur arka af stað frá Glaðheimum, með kóng og drottningu í broddi fylkingar.  Kveikt verður í bálkestinum á áfangastað, sungið og trallað og svo verður flugeldasýning. Eftir flugeldasýninguna er haldið í Tjarnarsal, þar sem gleðin heldur áfram og allir 12 ára og yngri fá glaðning.

Nú er um að gera  að finna gömlu búningana sína og skella sér í göngu og hafa gaman. Heitt verður á könnunni og andlitsmáling er í boði fyrir yngri krakka í  Glaðheimum/félagsmiðstöð á milli kl. 15.15-16.30.

 

Mynd frá þrettándagleði í Vogum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024