Þrettándagleði í Grindavík
Þrettándagleði Grindavíkurbæjar verður haldin við Saltfisksetrið laugardaginn 6. janúar n.k. og hefst með því að allir krakkar, púkar og tröll koma í Þrumuna og fá andlitsmálun á milli 16.00 og 18.00.
Farið verður í blysför frá Kvennó kl. 19.30 og gengið upp Víkurbraut, niður Ránargötu og að Saltfisksetrinu. Álfakóngur og drottning munu fara á hestvagni fyrir blysförinni. Fólk er beðið um að taka tillit til hesta og annarra dýra sem verða með í för og gæta varúðar með skotelda og blys.
DAGSKRÁ.
Bæjarstjóri flytur ávarp.
Álfakóngur og drottning syngja.
Jólasveinar koma í heimsókn.
Búningakeppni unga fólksins.
Gospelkór Suðurnesja syngur.
Í lok dagskrár verður glæsileg flugeldasýning í boði Grindavíkurbæjar.
Sunddeild UMFG mun selja vöfflur og heitt kakó í Saltfisksetrinu.
Farið verður í blysför frá Kvennó kl. 19.30 og gengið upp Víkurbraut, niður Ránargötu og að Saltfisksetrinu. Álfakóngur og drottning munu fara á hestvagni fyrir blysförinni. Fólk er beðið um að taka tillit til hesta og annarra dýra sem verða með í för og gæta varúðar með skotelda og blys.
DAGSKRÁ.
Bæjarstjóri flytur ávarp.
Álfakóngur og drottning syngja.
Jólasveinar koma í heimsókn.
Búningakeppni unga fólksins.
Gospelkór Suðurnesja syngur.
Í lok dagskrár verður glæsileg flugeldasýning í boði Grindavíkurbæjar.
Sunddeild UMFG mun selja vöfflur og heitt kakó í Saltfisksetrinu.