Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þremur milljónum úthlutað úr Styrktarsjóði Keflavíkurflugvallar
Föstudagur 18. desember 2009 kl. 13:17

Þremur milljónum úthlutað úr Styrktarsjóði Keflavíkurflugvallar


Tíu aðilar fengu úthlutað samtals þrjár milljónir króna úr Styrktarsjóði Keflavíkurflugvallar en úthlutað var úr sjóðnum í morgun.

Keflavíkurflugvöllur ohf og Fríhöfnin ehf hafa styrkt margvísleg samfélagsverkefni á liðnum árum. Til að skrepa frekar á þessum málaflokki stofnaði félagið styrktarsjóð fyrr á þessu ári með áherslu á forvarnarverkefni fyrir ungmenni, líknarmál, góðgerðarmál og umhverfismál. Við val á styrkþegum er horft til eðils viðkomandi verkefnis, hversu margir muni njóta góðs af, fjölda styrkja í hverjum málaflokki og byggðarlagi auk þess sem áhersla er lögð á nýungar í verkefnavali.

Þeir sem hlutu styrki að þessu sinni voru:

Suðurnesjadeild Rauða Kross Íslands – Góðgerðarmál. 600.000 kr.
Suðurnesjadeild RKÍ hefur úthlutað sturkjum til fátækra á Suðurnesjum fyrir hver jól í formi matarúttektar í verslunum þannig að fólk geti haldið jól.

Handknattleiksfélag Reykjanesbæjar – Forvarnarverkefni 600.000 kr.
HKR starfrækir sjö yngri flokka í handknattleik. Styrknum er ætlað að standa straum af kostnaði við kaup á búningum fyrir yngri flokka og almennan rekstur deildarinnar.

Grindavíkurbær – Forvarnarverkefni. 200.000 kr.
Í Grindavík er verið að útbúa sameiginlega aðstöðu fyrir unglingahljómsveitir.

Dropinn, Hafnafirði – Líknarmál 300.000 kr.
Meginverkefni Dropans er rekstur sumarbúða fyrir börn og unglinga með sykursýki.

Fjölskyldu- og félagssvið Reykjanesbæjar – Forvarnarverkefni. 500.000 kr.
Samfélagsverkefni í forvörnum fyrir börn með margþætt vandamál.

Akurskóli Reykjanesbæ – Forvarnarverkefni. 100.000 kr
Stofnun félagsmiðstöðvar fyrir unglinga með áherslu á heilbrigðan lífsstíl

BG Bílakringlan ehf – Forvarnarverkefni. 100.000 kr.

Samfélagsverkefni til að auka virkni fólks ungs fólks og efla sjálfsbjargarviðleitni.

Umhverfissamtökin Blái herinn – Umhverfismál. 250.000 kr.
Á tíu árum hefur Blái herinn hreinsað upp 600 tonn af rusli í náttúru Reykjanesskagans og sett í endurvinnslu. Herinn vinnur að eflingu umhverfisvitunar, hreinsun svæða, girðinga og opinna svæða í grennd við Keflavíkurflugvöll.

Knattspyrnudeild Reynis – Forvarnarverkefni. 200.000 kr.
Aðstoð við að stofna 2. flokk í knattpyrnu hjá félaginu.

Knattspyrnudeild Reynis, unglingaráð – Forvarnarverkefni. 250.000 kr.

Boltakaup fyrir innanhússæfingar barna og unglinga.

----

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg - Frá afhendingu styrkjanna í morgun.