Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 3. febrúar 2003 kl. 10:43

Þórunn Guðmundsdóttir listamaður mánaðarins

Ný mynd mánaðarins hefur verið sett upp í Kjarna, Hafnargötu 57, í Reykjanesbæ. Eins og áður hefur komið fram er hér á ferðinni kynning á myndlistarmönnum í Félagi myndlistarmanna í Reykjanesbæ á vegum menningar- íþrótta- og tómstundasviðs bæjarins. Listamaður febrúarmánaðar er Þórunn Guðmundsdóttir.
Þórunn Guðmundsdóttir er fædd 8. maí 1947 í Vogum á Vatnsleysuströnd og býr nú í Sandgerði. Þórunn stundaði lengi myndlistarnámskeið á vegum Baðstofunnar, félagi áhugafólks um myndlist, sem starfað hefur í Reykjanesbæ í áratugi. Einnig stundaði hún nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur. Þórunn hefur haldið nokkrar einkasýningar, síðast í Gallerí List í Reykjavík í október s.l. og einnig hefur hún tekið þátt í mörgum samsýningum. Hún sýnir nú með hópnum Akvarell-Ísland 2003 í Hafnarborg í Hafnarfirði og mun sú sýning standa til 17. febrúar. Þórunn er félagi í upphafshópi Baðstofunnar sem hlaut menningarverðlaun Reykjanesbæjar árið 2002.

Menningarfulltrúi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024