Þorskur á þurru landi!
Á vordögum fór 7. bekkur Grunnskóla Grindavíkur í líffræði sem tengist sjónum. Af mörgu er að taka og alltaf hægt að finna ný og ný ævintýri í sjávarbæ eins og Grindavík. Sú leið var farin að vera mikið úti og hafa kennsluna sem mest verklega.
Farið var í vettvangsferðir eins og fuglaskoðun þar sem nöfn helstu fuglanna voru kennd og í fjöruferð þar sem áhersla var lögð á að skoða þang, þara og smádýrin í fjöruborðinu. Þá var einnig lagt upp með að vekja athygli nemenda á listaverkum í bænum sem tengjast sjónum t.d. styttuna Vonina, verkið Suður með sjó sem er staðsett í Landsbankanum og Leirlistaverki ð á Félagsheimilinu Festi. Safnið sem prýðir glugga Veiðarfæraþjónustunnar voru skoðað en segja má að þar sé um eftirtektarvert framtak að ræða og fróðlegt fyrir krakkana að sjá skemmtilegar myndir, síldartunnur, veiðarfæri og fleira.
Fiskvinnslufyrirtækið Stakkavík tók einnig mjög hlýlega á móti hópnum og sýndi mjög áhugaverða mynd sem tekin er neðansjávar og þar að auki var hægt að skoða fiskvinnsluferlið með eigin augum. ??Að lokum fengu nemendur að kryfja fisk, skoða innyflin og læra helstu heiti á fiskinum . Margir voru áhugasamir, sumum fannst slorið ekki spennandi en þorskur á þurru landi er talsvert líflausari en í sjó! Gott var að geta leitað eftir fiski til þessa verks og er Einhamri, Stakkavík og ónefndum skipstjóra færðar þakkir fyrir góðan stuðning!
Sjá nánar hér á heimasíðu Grindavíkurbæjar.