Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þorrinn þreyttur að Tjarnarseli
Mánudagur 16. febrúar 2004 kl. 15:29

Þorrinn þreyttur að Tjarnarseli

Í leikskólanum Tjarnarseli er haldið veglega upp á þorrann og á dögunum var haldið þorrablót á leikskólanum. Boðið var upp á hefðbundinn þorramat, s.s. hangikjöt, sviðasultu, hrútspunga, hákarl, rófustöppu, flatkökur, rúgbrauð, harðfisk, mysu og fleira þjóðlegt. Í salnum á Tjarnarseli var einnig sýning á gömlum munum sem kennarar komu með að heiman og klæddu nokkrir kennaranna sig upp í þjóðlegan fatnað; lopapeysur og upphlut.

Húsfreyjan að Stekkjarkoti kom í heimsókn við mikinn fögnuð krakkanna og hélt kynningu á nytjahlutum og leikföngum gamalla tíma. Krakkarnir tóku þátt í umræðum um lífið í gamla daga og sungu að lokum þorralög.

Tveir elstu árgangarnir í leikskólanum fóri í heimsókn að Stekkjarkoti og tók húsfreyjan vel á móti þeim á hlaðinu, þar sem hún bauð þeim inn í bæinn sinn og kynnti menningu gamalla tíma. Það var margt spennandi fyrir krakkana að sjá og spjölluðu þeir af miklum áhuga við húsfreyjuna.

 


 

Myndirnar: Frá þorrahátíðum Tjarnarsels.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024