Þorri blótaður á Hlévangi og Nesvöllum
Þorrablót voru haldin á heimilum Hrafnistu í Reykjanesbæ, Hlévangi og Nesvöllum, á dögunum. Það var hátíðleg stemmning, súrmeti í trogum, þjóðlegar skreytingar og ljúf tónlist. Heimilisfólk tók virkan þátt í gleðinni og naut þess sem upp á var boðið. Það er einnig stutt í næstu gleði, því senn kemur Góa með öllu sem henni fylgir.