Þorraskaup Víðis
Víðismenn gerðu sér lítið fyrir og tóku upp sérstakt Þorraskaup þetta árið í tilefni þorrablóts í Garðinum. Þar gera þeir grín af öllu mögulegu sem gerðist í Garðinu árið 2012 og töluvert er einnig um almenn fíflalæti. Þar má m.a. sjá sprenghlægilega falda myndavél. Hér að neðan má sjá myndbandið sem hitti beint í mark hjá Þorrablótsgestum í Garðinum síðastliðna helgi.