Þorragleði í Grindavík
Þorrablót Ungmennafélags Grindavíkur heppnaðist vel en það fór fram í íþróttahúsi Grindavíkur á dögunum eða kvöldið áður en almannavarnir lýstu yfir óvissustigi vegna landriss við Þorbjörn. Það var því óttalaust fólk sem skemmti sér konunglega.
Petra Rós Ólafsdóttir tók meðfylgjandi myndir á þorrablótinu.