Þorrablótið í Grindavík blásið af
Ákveðið hefur verið að blása af þorrablót knattspyrnudeildar og körfuknattleiksdeildar Grindavíkur þar sem ekkert hentugt húsnæði er fyrir hendi en til stóð að halda það þann 5. febrúar nk. Frá þessu er greint á vef Grindavíkurbæjar.
Íþróttahúsið er upptekið þessa helgi og þá er Lavasalur Bláa lónsins of dýr að sögn undirbúningsnefndar. Stefnt er að því að halda þorrablótið að ári og það verði glæsilegra en nokkru sinni. Þeir sem vilja komast á þorrablót nú um helgina geta nálgast síðustu miðana á þorrablót Björgunarsveitarinnar Ægis og Knattspyrnufélagsins Víðis í Garði með því að hafa samband við Þorstein Jóhannsson í síma 896 7706, en örfáir miðar eru eftir á það þorrrablót.