Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þorláksmessumagasín Víkurfrétta í beinni á fésbókinni
Föstudagur 22. desember 2017 kl. 17:10

Þorláksmessumagasín Víkurfrétta í beinni á fésbókinni

Sjónvarp Víkurfrétta verður með Þorláksmessumagasín á morgun, Þorláksmessu. Beinar útsendingar verða frá skötuveislu á Réttinum við Hafnargötu í hádeignu og svo verður Þorláksmessustemmningin í beinni útsendingu á Þorláksmessukvöldi kl. 21:00.
 
Sjónvarpsfólk Víkurfrétta mun koma sér fyrir við Hafnargötuna þar sem Þorláksmessan verður fönguð í hljóði og mynd. Við eigum von á fólki í viðtöl og jafnvel tónlistaratriðum og sprelli ef allt gengur upp.
 
Útsendingarnar verða í gegnum fésbókarsíðu Víkurfrétta og hefjast kl. 12:00 og 21:00.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024